Íþróttir

Gull og silfur á Krækjurnar

Krækjurnar á Sauðárkróki sendu tvö lið á eitt stærsta blakmót sem haldið hefur verið, á Siglufirði um helgina. Alls tóku 53 lið þátt, bæði í karla- og kvennaflokki í nokkrum deildum.
Meira

Ákveðið að fresta Vetrarhátíð Tindastóls

Vetrarhátíð Tindastóls sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað um tvær vikur vegna veðurs. Að sögn Viggós Jónssonar staðarhaldara skíðasvæðisins í Tindastóli þótti ekki forsvaranlegt að ögra veðurguðunum að þessu sinni.
Meira

Sigur Tindastóls í sveiflukenndum leik

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Meira

Þórsarar heimsækja Tindastólsmenn í kvöld

Í kvöld fer fram heil umferð í Dominos-deildinni í körfubolta. Tindastólsmenn leika annan heimaleik sinn á þremur dögum en í kvöld eru það Þórsarar úr Þorlákshöfn sem koma í heimsókn. Það má búast við hörkuleik en lið Tindastóls er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig en Þórsarar í því fjórða með 20 stig. Með sigri í kvöld myndu Stólarnir tryggja sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Meira

Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík um helgina, 18. - 19. febrúar. Þrír Skagfirðingar tóku þátt í mótinu, þau Ísak Óli Traustason, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Meira

Stólarnir skinu skært gegn ljóslausum Stjörnumönnum

Stjörnumenn fengu á baukinn í Síkinu í kvöld þegar þeir lentu í klónum á baráttuglöðum Tindastólsmönnum í toppslagnum í Dominos-deildinni. Stólarnir náðu yfirhöndinni þegar leið að hálfleik og áttu síðan geggjaðan þriðja leikhluta sem skóp öruggan sigur. Lokatölur voru 92-69 og lið Tindastóls situr nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR-ingum.
Meira

Stórleikur í Síkinu á mánudagskvöldi

Það verður toppslagur í Dominos-deildinni í körfubolta mánudagskvöldið 20. febrúar en þá koma Stjörnumenn í heimsókn í Síkið og munu kljást við baráttuglaða Tindstólsmenn. Stjarnan er sem stendur á toppi deildarinnar með 26 stig, líkt og KR. Stólarnir eru skrefinu á eftir með 24 stig og geta með sigri styrkt stöðu sína ennfrekar fyrir úrslitakeppnina. Góður stuðningur stuðningsmanna Stólanna er því mikilvægur og um að gera að fjölmenna í Síkið.
Meira

Hester lék lausum hala í Hólminum

Tindastólsmenn fóru giska létt með botnlið Snæfells þegar liðin áttust við í Dominos-deildinni í Stykkishólmi í kvöld. Heimamenn héngu í stuttbuxum Stólanna fyrstu tólf mínúturnar en síðan skildu leiðir. Snæfellingar réðu ekkert við Antonio Hester sem gerði 43 stig í leiknum og lék á allsoddi. Lokatölur 59-104.
Meira

María óheppin í svigkeppni dagsins

Í dag keppti María Finnbogadóttir í svigi á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Erzurum í Tyrklandi þessa dagana en var óheppin og lauk ekki keppni. Félagar hennar, Katla Björg Dagbjartsdóttir, varð hins vegar í 18.sæti með tímann 1:55.28 og Harpa María Friðgeirsdóttir í því 26. með tímann 2:01.42. Sigurvegari dagsins var Nika Tomsic frá Slóveníu með tímann 1:48.64.
Meira

Strákarnir lutu í parket gegn KR

Það var bikarhelgi í körfunni um helgina og eitt lið frá Tindastóli hafði tryggt sér réttinn til að spila til úrslita. Það var unglingaflokkur karla sem fékk það verkefni að takast á við Vesturbæjarstrákana úr KR og því miður fóru okkar kappar flatt, töpuðu 73-111 í leik sem þeir vilja sennilega hugsa sem minnst um.
Meira