Íþróttir

Fyrstu heimaleikirnir um helgina

Meistaraflokkar Tindastóls leika sína fyrstu heimaleiki um helgina þegar Keflavík og Njarðvík koma í heimsókn. Stelpurnar hefja leik klukkan 19:15 í kvöld gegn Keflavík og strákarnir eiga leik á laugardeginum klukkan 15:00 gegn Njarðvík. Stelpurnar töpuðu sínum fyrsta leik gegn sterku liði ÍA á meðan strákarnir hafa gert tvö jafntefli í sínum fyrstu tveimur leikjum.
Meira

Pétur Rúnar í landsliðshóp fyrir Smáþjóðaleika 2017

Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið karla og kvenna í körfubolta á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls einn þeirra.
Meira

Hannes og Björgvin áfram hjá Stólunum

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en búið er að ganga frá samningi við þá Hannes Inga Másson og Björgvin Hafþór Ríkarðsson að þeir leiki áfram með Stólunum næsta tímabil í körfunni.
Meira

Stólarnir sóttu annað stig austur

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinni í 2. deildinni í knattspyrnu um liðna helgi. Strákarnir hafa kannski ekki fengið auðveldustu mögulega byrjun á mótinu, í það minnsta varðandi ferðalögin, en fyrsti leikurinn var á Hornafirði en að þessu sinni var haldið austur á Reyðarfjörð og spilað við lið Fjarðabyggðar. Niðurstaðan reyndist 1-1 jafntefli.
Meira

Nóg að gera hjá 3. flokki kvenna

Boltinn er farinn að rúlla á sparkvöllum landsins og þeir sem ekki eru þegar byrjaðir að keppa á Íslandsmótinu eru á fullu að undirbúa sig í þá keppni. Stúlkurnar í 3. flokki Tindastóls/Hvatar léku æfingaleik við KA í gær á Sauðárkróki.
Meira

Viðar áfram í Síkinu

Nú fagna allir stuðningsmenn Tindastóls þar sem samningar hafa tekist á milli körfuboltadeildar og Viðars Ágústssonar um að hann leiki áfram með liðinu næsta tímabil. Viðar er einn öflugasti varnarmaður úrvalsdeildarinnar og ljóst að það er liðinu mikils virði að halda honum innan sinna raða.
Meira

Krakkarnir kenndu foreldrunum júdó

Foreldraæfing vorannar var haldin hjá júdódeild Tindastóls í síðustu viku. Þar fengu iðkendur tækifæri á því að taka foreldra sína í karphúsið og kenna þeim eitthvað í júdó.
Meira

Jafntefli á Höfn í Hornafirði

Lið Tindastóls lék fyrsta leik sinn í 2. deildinni í knattspyrnu í dag en þá sóttu þeir lið Sindra heim, alla leið austur á Hornafjörð. Markalaust var í hálfleik en mörkin dúkkuðu upp í síðari hálfleik og náðu þá heimamenn að jafna, 2-2, með marki á 95. mínútu. Jafntefli því staðreynd.
Meira

Kormákur blak með silfur og brons á Öldungamóti

Á blakmóti öldunga, sem fram fór í Mosfellsbæ um síðustu helgi, átti blakdeild Kormáks þrjú lið: Birnur sem kepptu í 6.b deild, Birnur-Bombur í 8.a deild og Húna sem kepptu í deild 6b.
Meira

Pétur fer ekki fet

Samningar hafa tekist milli körfuboltadeildar Tindastóls og Péturs Rúnars Birgissonar að sá síðarnefndi leiki áfram með meistaraflokksliði félagsins á næstu leiktíð. Orðrómur hefur verið um að Pétur yfirgæfi herbúðir Stólanna en Stefán Jónsson formaður, sem kominn er í land eftir mánaðar úthald á sjó, lætur það ekki gerast á sinni vakt.
Meira