Íþróttir

Íslandsmeistarar í minnibolta

Það var stuð og stemmning á Akureyri sl. helgi þegar Tindastólsdrengirnir í minni bolta 11 ára kepptu á síðasta körfuboltamóti vetrarins í Glerárskóla. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel í allan vetur. Þeir hafa bætt sig jafnt og þétt bæði sem einstaklingar og sem lið og voru búnir að ná að halda sér í A-riðlinum síðustu þrjú fjölliðamót. Staðan fyrir þetta mót var því þannig að til að enda sem Íslandsmeistarar í sínum flokkin þurftu þeir að vinna þrjá leiki af fimm sem og tókst hjá þeim. Ótrúlega flottur hópur sem við eigum vonandi eftir að sjá meira af í framtíðinni á parketinu. 
Meira

Pavel kveður Tindastól

Merkilegur atburður hefur nú átt sér stað. Í eitt af fáum skiptum í íþróttasögunni hafa þjálfari og félag sammælst í einlægni um starfslok.
Meira

Engin stig til Stóla á Valsvelli

Ekki reyndist Valsvöllur leikmönnum Tindastóls happadrjúgur í gærkvöldi þegar þeir sóttu lið Knattspyrnufélags Hlíðarenda heim í 4. deildinni. Stólarnir skoruðu fyrsta markið snemma leiks en næstu þrjú mörk voru heimamanna áður en gestirnir löguðu stöðuna. Jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós og svekkjandi 3-2 tap því staðreynd.
Meira

Hafnfirðingar stálu stigi á Blönduósi

Það var hátíð í bæ á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt spilaði fyrsta leikinn þetta sumarið á alvöru heimavelli. Það voru Haukar úr Hafnarfirði sem skutust norður í sumarið og þeir höfðu eitt stig upp úr krafsinu, stig sem að alhlutlausum heimamönnum þóttu þeir ekki eiga skilið. Lokatölur 1-1 og Húnvetningar í áttunda sæti með fjögur stig líkt og Þróttur úr Vogum en með betri markatölu.
Meira

Súrt og svekkjandi tap í Boganum

Að skrifa um fimm marka ósigur í fótboltaleik er ekki góð skemmtun. Það er þó sennilega enn verra að vera í liðinu sem tapar 5-0. Í gær mættu Stólastúlkur góðu liði Þórs/KA í Bestu deildinni, leikurinn var orðinn erfiður eftir 18 mínútur og svo varð hann bara erfiðari. Heimastúlkur höfðu gert fjögur mörk fyrir hlé og bættu einu við á lokamínútunum. Lið Tindastóls fann aldrei taktinn í sókninni, fékk á sig mörk úr föstum leikatriðum og Akureyringar léku á alsoddi. En það er auðvitað eitthvað bogið við að spila í Boganum.
Meira

Reynir var valinn efnilegasti leikmaður Þórs í vetur

Um miðjan maí hélt körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri sitt lokahóf en Þórsarar voru með lið í Subway-deild kvenna og 1. deild karla. Í kvennaflokki voru tvær stúlkur sem stigu eitt sinn dansinn með liði Tindastóls, þær Maddie Sutton og Eva Wium Elíasdóttir, verðlaunaðar og þá var Króksarinn og Íslandsmeistarinn Reynir Róbertsson valinn efnilegasti leikmaður Þórs á síðasta tímabili.
Meira

Fjögur víti dæmd í fjörugum jafnteflisleik í Hveragerði

Tindastólsmenn heimsóttu lið Hamars í Hveragerði í dag í 4. deildinni í fótboltanum. Stólarnir unnu fyrsta leikinn í deildinni á dögunum en lið Hamars hafði spilað tvo leiki og unnið báða. Liðin buðu upp á markaleik í dag en skiptu stigunum jafnt á milli sín eftir að dómarinn gaf báðum liðum tvær vítaspyrnur í leiknum – fjórar alls! – þar sem mögulega hefði ekki átt að dæma eina einustu. Lokatölur 3-3.
Meira

Þórir Guðmundur og Eva Rún valin best í vetur

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið á Kaffi Krók síðastliðið föstudagskvöld og þar var gert upp sögulegt tímabil þar sem karlaliðið stóð ekki undir væntingum en kvennaliðið daðraði við að komast í efstu deild í fyrsta sinn á öldinni. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Eva Rún Dagsdóttir voru valin bestu leikmennirnir af samherjum sínum.
Meira

Vantaði upp á orkustigið og stemninguna

„Þetta var ekkert sérstakur leikur af okkar hálfu og við getum betur, sérstaklega með boltann,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna þegar Feykir spurði hann út í bikarleikinn gegn liði Þórs/KA sem fram fór í gær en Akureyringar höfðu betur 1-2. „Vissulega spila aðstæður stóran þátt því það var mikill vindur á annað markið. En jafnvel með vindinum fannst mér pláss til að gera betur. Úrslitin voru svekkjandi og sanngjörn en frammistaðan er það sem við horfum í og þar viljum við gera betur.“
Meira

Lagfæringar á gervigrasvellinum komnar á fullt

Það horfir til betri vegar á gervigrasvellinum á Króknum en hann varð fyrir skemmdum fyrir um fjórum vikum síðan í all harkalegum vorleysingum. Viðgerðir hófust í gærmorgun en í frétt á síðu Skagafjarðar segir að á meðan á viðgerðum stendur verður hluta vallarins lokað en hægt verður að æfa á þeim hluta sem ekki varð fyrir skemmdum.
Meira