Íþróttir

Skemmdir á um 1500 fermetrum vallarins

Feykir.is birti í síðustu viku viðtal við Adam Smára Hermannsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls, sem sagði frá talsverðu tjóni sem varð á gervigrasvellinum glæsilega á Sauðárkróki í leysingum þann 20. apríl en þá fór völlurinn undir vatn. Í gær birtist frétt á vef Skagafjarðar þar sem greint var frá því að eftir athugun í liðinni viku liggi fyrir að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum, þar af eru um 1.000 fermetrar illa farnir.
Meira

Karl Lúðvíks sæmdur Gullmerki UMFÍ

Það var ekki nóg með að Gunnar Þór Gestsson væri sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi UMSS um liðna helgi því auk hans var íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson sæmdur Gullmerki UMFÍ. Í frétt á vef Ungmennafélags Íslands segir að Karl sé þekktur fyrir störf sín og er fastagestur á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er ár hvert.
Meira

Lið Tindastóls jafnaði metin með sigri liðsheildarinnar

Lið Tindastóls og Aþenu mættust í annað sinn í einvígi sínu um sæti í Subway-deildinni í Síkinu í kvöld. Lið Aþenu fór illa með haltrandi Stólastúlkur í fyrsta leik sem var aðeins spennandi fyrstu mínúturnar. Það var annað uppi á teningnum í kvöld því leikurinn var æsispennandi en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem leiddi lungann af leiknum. Gestirnir voru aðeins yfir í 20 sekúndur en voru annars í stöðugum eltingaleik við baráttuglatt lið Tindastóls. Það fór svo að taugar heimastúlkna héldu og sigur hafðist, lokatölur 67-64 og staðan í einvíginu 1-1.
Meira

Gunnari Þór afhent Gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) hélt ársþing sitt í félagsheimilinu Tjarnarbæ laugardaginn 27. apríl síðastliðinn. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson en hann notaði tækifærið og veitti Gunnari Þór Gestssyni, formanni UMSS, Gullmerki ÍSÍ á þinginu fyrir mikil og góð störf í þágu íþrótta en Gunnar Þór hefur m.a. setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum ÍSÍ.
Meira

Ágæt frammistaða en engin stig til Stólastúlkna

Breiðablik og Tindastóll mættust í dag á Kópavogsvelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Blikar unnu góðan sigur í fyrstu umferð á meðan Stólastúlkur máttu sætta sig við svekkjandi tap fyrir FH í leik þar sem þær áttu meira skilið. Eins og reikna mátti með í dag voru heimastúlkur talsvert sterkari í leiknum, fengu mörg færi til að skora en lið Tindastóls fékk sömuleiðis góð færi en fór illa að ráði sínu. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Breiðablik og lið Tindastóls því án stiga og marka að loknum tveimur leikjum.
Meira

Lið Aþenu gerði Stólastúlkum grikk

Einvígi Aþenu og Tindastóls um sæti í Subway-deild kvenna næsta haust hófst í Austurbergi í Breiðholti í gærkvöldi. Lið Tindastóls hafði lagt Subway-deildar lið Snæfells að velli og Aþenu-stúlkur lið KR í undanúrslitum og því búist við spennandi einvígi. Niðurstaðan varð hinsvegar leiðinlega stór sigur Aþenu því eftir ágæta byrjun gestanna tók Breiðholtsliðið öll völd, var 15 stigum yfir í hálfleik og svo versnaði bara vont. Lokatölur 80-45 og ljóst að Stólastúlkur þurfa að sýna annað andlit í Síkinu á mánudaginn.
Meira

Stólastúlkur spila í Kópavogi í dag

Þeir sem hafa beðið spenntir eftir fréttum af leikmannaveiðum knattspyrnudeildar Tindastóls fyrir Bestu deildar lið Stólastúlkna hafa mögulega fylgst með og flett upp félagaskiptasíðu KSÍ. Þar má sjá að finnsk stúlka, Annika Haanpää, hafi samið við Tindastól. Jún er komin með leikheimild en ekki væntanleg til landsins fyrr en í byrjun næstu viku samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Atli Þór fullkomnar hóp Kormáks/Hvatar

Síðasti dagur félagaskipta í efri deildum Íslandsmótanna í knattspyrnu var nú á miðvikudaginn. Þá bætti lið Kormáks/Hvatar við sig einum leikmanni því Atli Þór Sindrason var síðasta liðsstyrking hópsins fyrir mót.
Meira

Skagamenn höfðu betur gegn Stólum í bikarnum

Lið Tindastóls fór á Skagann í dag og lék gegn heimamönnum í ÍA í 32 liða úrsltum Mjólkurbikarsins. Leikið var í Akraneshöllinni og fóru leikar þannig að Skagamenn, sem eru með lið í Bestu deild karla, höfðu betur og enduðu þar með bikarævintýri Stólanna. Lokatölur þó aðeins 3-0.
Meira

Erum allar ready í alvöru seríu - segir Brynja Líf

Það hefur verið gaman að fylgjast með liði Stólastúlkna í körfunni í vetur og nú spilar liðið til úrslita um sæti í Subway-deildinni að ári. Það er mikil breyting á liðinu frá því árið áður, mörg púsl bættust í hópinn síðasta haust sem Helgi þjálfari hefur náð að sameina í heilsteypta mynd. Eitt lykilpúslið er Brynja Líf Júlíusdóttir, 16 ára stúlka frá Egilsstöðum, sem kom á Krókinn til að spila með liði Tindastóls og stunda nám á náttúruvísindabraut og í körfuboltaakademíu FNV. Hún er ein efnilegasta körfuboltastúlka landsins í sínum árgangi og í síðasta leiknum gegn Snæfelli á dögunum þá gerði hún átta af tíu stigum Tindastóls í framlengingu.
Meira