Íþróttir

Stólastúlkur óheppnar að taka ekki stig af toppliðinu

Tindastóll mætti toppliði Breiðabliks á Króknum í kvöld. Oftar en ekki hafa þessir leikir gegn Blikum reynst erfiðir enda Kópavogsliðið skipað toppleikmönnum í öllum stöðum í gegnum árin og lið Tindastóls fengið lítið að sjá af boltanum. Blikar byrjuðu leikinn frábærlega og fyrstu tíu mínúturnar höfðu örugglega margir stuðningsmenn áhyggjur af því hversu stór skellurinn yrði. Þá gerðist það sem aldrei hefur gerst áður í leikjum liðanna – Stólastúlkur tóku stjórnina og mega vera drullusvekktar að hafa ekki í það minnsta krækt í stig. Lokatölur svekkjandi 0-1 tap en heimaliðið má sannarlega leggjast stolt á koddann í kvöld.
Meira

Topplið Blikastúlkna mætir á Krókinn

„Leikurinn leggst vel í mig og við erum öll mjög spennt að takast á við liðið sem er efst í deildinni. Þær eru auðvitað ógnarsterkar og á deginum sínum mjög erfiðar við að eiga. En okkar stelpur hafa sýnt að þær hræðast ekkert lið og eru tilbúnar að gefa allt í þetta,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna en topplið Breiðabliks heimsækir Krókinn í kvöld. í 11. umferð Bestu deildarinnar.
Meira

Landsmót hestamanna hófst í gær

Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst í gær og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið.
Meira

Kvennamót GSS fór fram í blíðskaparveðri á laugardaginn

Kvennamót GSS fór fram í bongóblíðu á Hlíðarendavelli laugardaginn 30. júní og var þetta í 21. skiptið sem mótið var haldið. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. 51 kona, frá níu klúbbum, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagný Finnsdóttir frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (42 punktar), í öðru sæti var Aldís Hilmarsdóttir frá GSS (41 punktur) og í þriðja sæti var Hulda Guðveig Magnúsdóttir frá Golfklúbbi Siglufjarðar (41 punktur). 
Meira

Bitlausir Stólar máttu sætta sig við jafntefli

Tindastóll tók á móti liði Hafnfirðingum í liði KÁ í gærdag í brakandi blíðu á Sauðárkróksvelli. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengi vel en hiti færðist í kolin þegar leið að leikslokum en heimamönnum tókst ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir nokkra pressu. Kom þar helst til hálf neyðarlegt bitleysi fyrir framan markið en Stólunum virðist algjörlega fyrirmunað að næla sér í eldheitan framherja. Lokatölur 1-1.
Meira

Hvarflaði aldrei að manni að stökkva frá þessu verkefni

Ljúflingurinn og goðsögnin Svavar Atli Birgisson kemur víða við. Hann á eins og flestir vita að baki farsælan feril með liði Tindastóls í körfunni en aðalstarf hans er að vera slökkviliðsstjóri í Skagafirði. Að auki hefur hann um langan tíma kennt á bíl og síðustu vetur hefur hann verið aðstoðarþjálfara mfl. Tindastóls í körfunni – eða alveg þangað til hann og Helgi Margeirs hlupu í þjálfaraskarðið í vetur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Svavar Atla.
Meira

Húsvíkingar kvöddu Hvammstanga með stigin þrjú í farteskinu

Það var leikið á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í gærkvöldi í 2. deild Íslandsmótsins – mögulega í fyrsta skipti. Það voru vaskir Völsungar sem mættu til leiks gegn heimamönnum í Kormáki/Hvöt. Húsvíkingar hafa jafnan haft á að skipa góðu fótboltaliði og þeir reyndust sterkari aðilinn í þetta skiptið og skiluðu sér heim á Húsavík með þrjú dýrmæt stig í pokahorninu. Lokatölur 1-3.
Meira

Tindastóll kærir brot leikmanns FH til KSÍ

Brotið var gróflega á Bryndís Rut Haraldsdóttur, fyrirliða Tindastóls, í leik liðsins gegn FH í Bestu deildinni nú á miðvikudagskvöldið. Breukelen Woodward, leikmaður FH, gaf Bryndísi þá olnbogaskot í andlitið eftir hornspyrnu en boltinn var víðs fjarri. Atvikið náðist á myndband og ekki gott að sjá hvað leikmanninum gekk til annað en að meiða. Tindastóll hefur nú kært brotið til KSÍ.
Meira

Þrír leikir á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardag

Á morgun fara fram þrír leikir á Sauðárkróksvelli og byrjar fyrsti leikurinn kl. 12 þegar A-lið fjórða flokks karla THK, sameiginlegt lið Tindastóls, Hvatar og Kormáks, spilar gegn ÍR. Annar leikurinn byrjar kl 13:20 þegar B-lið fjórða flokks THK spilar einnig gegn ÍR. Þriðji leikurinn verður svo kl. 16:00 en þá mætir meistaraflokkur karla liði KÁ. 
Meira

Styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og opnar fyrir skráningu þann 2. júlí. Ungmennasamband Skagafjarðar mun niðurgreiða skráningargjald fyrir alla keppendur frá Skagafirði sem eru 9.400 kr. og lýkur skráningu þann 29. júlí. Öll ungmenni frá aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks og er ekki skylirði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag. 
Meira