Íþróttir

Israel Martin og Hlynur Freyr taka við Stólastúlkum í körfunni

Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls kemur fram að deildin hefur samið við Israel Martín Concepción um að taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna og honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Króksarinn Hlynur Freyr Einarsson. Þetta eru aldeilis jákvæðar fréttir fyrir Tindastólsfólk og það verður sannarlega spennandi að fylgjast með Stólastúlkum berjast í Subway-deildinni næsta vetur.
Meira

ÓB-mótið komið á fullt og tónleikar í Aðalgötu í kvöld

Nú um helgina fer fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar koma saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og eru um 116 lið skráð til keppni og eru þvi rúmlega 700 keppendur sem hlaupa nú sér til hita í norðanátt og bleytu. Reyndar er veðrið skaplegra núna því það hefur stytt upp og samkvæmt upplýsingum Feykis er stemningin á vellinum ágæt miðað við aðstæður.
Meira

Lið Tindastóls í sjötta sæti eftir fyrri umferð Íslandsmótsins

Það var mikilvægur leikur í botnbaráttu Bestu deildar kvenna í gær en þá mættust lið Keflavíkur og Tindastóls í sannkölluðum sex-stiga-leik. Pakkinn í kjallara deildarinnar er þéttur og fyrir leik munaði einu stigi á liðunum, Stólastúlkur með sjö stig en heimastúlkur sex. Þegar til kom var lið Tindastóls mun sterkari aðilinn og skapaði sér mýmörg færi og Jordyn nýtti tvö þeirra og drógu Stólastúlkur því þrjú stig með sér heim í heiðardalinn.
Meira

Frábært veður á Sjóvá Smábæjaleikunum

Það var líf og fjör á Blönduósi sl. helgi þegar bærinn fylltist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjaleikunum. Þetta var í 20. skiptið sem mótið var haldið og keppt var í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 5.,6.,7., og 8., flokki. Mótið heppnaðist einstaklega vel og gaman að veðrið lék við foreldra og keppendur alla helgina.
Meira

Enn er skíðað í Tindastólnum

Íslenska landsliðið í skíðum æfði á skíðasvæði Tindastóls í gærdag en RÚV hefur eftir Sigurði Haukssyni, forstöðumanni skíðasvæðis Tindastóls, að hann muni ekki eftir að hafa skíðað í kringum sumarsólstöður áður. Níu manns voru við æfingar í gær, sextán ára og eldri, og gátu nýtt sér allan daginn.
Meira

Gígja, Brynjar Morgan og Sísi fóru á kostum

Golfarar hjá Golfklúbbi Skagafjarðar stunda sveifluna af kappi þessa dagana. Í gær fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki annað mótið í Esju mótaröðinni og þar voru það þrír ungir golfarar sem slógu heldur betur í gegn.
Meira

Stólarnir skelltu Sandgerðingum

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Meira

Jafnt í fjörugum leik Tindastóls og Víkings

Eftir þrjá tapleiki í röð ætluðu Stólastúlkur að næla í þrjú stig þegar bikarmeistarar Víkings komu valhoppandi norður yfir heiðar. Loks var leikið á gervigrasinu á Króknum en þar höfðu Stólastúlkur ekki sparkað í keppnistuðru síðan leysingahelgina miklu í apríl. Leikurinn var ágæt skemmtun, hart var barist en eftir að gestirnir náðu forystunni snemma í síðari hálfleik sáu þær um að jafna leikinn þegar skammt var til leiksloka. Liðin fengu því sitt hvort stigið eftir 1-1 jafntefli.
Meira

Töluvert sanngjarn sigur Tindastólspilta

Tindastólspiltar spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í gær þegar Reykjanesúrvalið mætti á gervigrasið sígræna á Sauðárkróki. Leikurinn var spilaður við fínar aðstæður og var líflegur, þó sérstaklega í fyrri hálfleik en þá baðaði markvörður gestanna sig í sviðsljósinu og hélt markinu hreinu. Stólarnir gerðu það sem þurfti í síðari hálfleik og uppskáru 2-0 sigur.
Meira

Sterkt stig til Húnvetninga

Engin mörk voru skoruð í leik Kormáks Hvatar og Ægis í 2. deildinni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. föstudasgkvöld. Fyrir leikinn var Ægir í 4. sæti með ellefu stig og Kormákur Hvöt í 9. sæti með sjö stig. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið sterkt og mikilvægt stig sem Húnvetningar kræktu í fyrir austan fjall.
Meira