Íþróttir

Allir í Síkið – styðjum Stólastúlkur alla leið!

Síðasti meistaraflokks-heimaleikur tímabilsins í körfunni verður í kvöld þegar lið Tindastóls og Aþenu mætast í fjórða skipti í einvígi liðanna um sæti í Subway-deild kvenna í haust. Stólastúlkur verða að krækja í sigur í kvöld til að tryggja sér oddaleik í Breiðholtinu nk. laugardag en Aþena leiðir einvígið 2-1. Það er því um að gera fyrir alla stuðningsmenn Tindastóls að fjölmenna í Síkið, búa til geggjaða stemningu og bæta þannig nokkrum hestöflum við þennan kagga sem liðið okkar er.
Meira

Mette Mannseth var sigurvegari Meistaradeildar KS 2024

Skemmtilegu tímabili Meistaradeildar KS 2024 er nú lokið en síðasta mót tímabilsins fór fram sl. föstudagskvöld þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Í einstaklingskeppni Meistaradeildar KS var það Mette Mannseth sem fór með sigur af hólmi en hún hélt forystu allt tímabilið og endaði með 172 stig. Þá var það lið Hrímnis - Hestkletts sem sigraði í liðakeppni Meistaradeildar KS 2024 með 443.5 stig.
Meira

Lukkan í liði Selfyssinga þegar Kormákur/Hvöt laut í gras

Lið Kormáks/Hvatar hóf leik í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gærdag en þá héldu Húnvetningar á Selfoss þar sem lið Selfoss beið þeirra. Gestirnir voru þéttir til baka og sköpuðu sér vænlegar stöður sem ekki nýttust en lið heimamanna fékk eitt gott færi og nýtti það. Lokatölur því 1-0 og nú krossa Húnvetningar fingur og treysta á að fall sé fararheill.
Meira

Keppt í tölti og flugskeiði á lokamóti Meistaradeildar KS

Lokamót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum var haldið sl. föstudagskvöld í boði Fóðurblöndunnar. Á þessu síðasta keppniskvöld deildarinnar var keppt í tölti og skeiði en kvöldið hófst á forkeppni í Tölti T1. Það voru þeir félagar, villiköttur Hrímnis-Hestkletts, Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í tölti með einkunnina 8.83. Agnar Þór Magnússon og Stirnir frá Laugavöllum reyndust fremstir í flokk í flugskeiðinu.
Meira

Aþena nældi í sigur þrátt fyrir magnaða endurkomu Stólastúlkna

„Við erum staðráðnar í að svara fyrir okkur á þriðjudaginn og ég skora á alla Tindastólsmenn að mæta í Síkið og fylkja sér að baki okkar og aðstoða okkur við að vinna þann leik svo við getum farið í hreinan úrslitaleik eftir það,“ sagði Helgi þjálfari Margeirs eftir grátlega naumt tap gegn liði Aþenu í Breiðholtinu í gærkvöldi. Eftir magnaða endurkomu Stólastúlkna þar sem þær unnu upp níu stiga mun á 85 sekúndum undir lok leiksins þá var það Sianni Martin sem gerði sigurkörfu Aþenu með erfiðu skoti sem hún setti í. Lokatölur 80-78.
Meira

Stór sigur á Stjörnunni í Garðabænum

Eftir tvo tapleiki í byrjun móts var pínu presssa á liði Tindastóls að krækja í stig í Garðabænum í kvöld þegar Stólastúlkur sóttu lið Stjörnunnar heim. Eins og reikna mátti með sat lið Tindastóls aftarlega á vellinum en beitti snörpum skyndisóknum þegar boltinn vannst. Þrátt fyrir að heimastúlkur hafi verið talsvert meira með boltann í kvöld þá unnu gestirnir sanngjarnan sigur, gerðu eitt mark í hvorum hálfleik og hefðu hæglega getað unnið stærra. Lokatölur 0-2.
Meira

Tvöfaldur skammtur af Stólastúlkum í kvöld

Stuðningsfólk Tindastóls gæti lent í smá veseni í kvöld þegar ákveða þarf hvar skal koma sínum Stólarassi fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að Stólastúlkur verða bæði í eldlínunni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ en í Austurbergi í Breiðholti Reykjavíkur spila körfuboltastelpurnar þriðja leikinn í einvígi sínu við lið Aþenu um sæti í Subway-deildinni.
Meira

Sigríður Fjóla skaraði fram úr

Útskriftarhelgi Reiðmannsins fór fram um liðna helgi á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á laugardag kepptu nemendur sem höfðu náð bestum árangri í sínum hópum til úrslita. Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og í ár var það Sigríður Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili, sem reyndist hlutskörpust.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna komst bara víst í úrslit í Skólahreysti

Eitthvað klikkuðu reikningskúnstir Feykis í nótt þegar birtar voru niðurstöður í Skólahreysti. Þá var nánast fullyrt að Grunnskólinn austan Vatna í Skagafirði hefði naumlega orðið af sæti í úrslitum keppninnar skemmtilegu – en viti menn; í hádeginu í dag var tilkynnt á Facebook-síðu Skólahreysti að Grunnskólinn austan Vatna hefði sannarlega tryggt sér sæti í úrslitunum. Norðurland vestra er því með þrjá skóla af tólf í úrslitum Skólahreysti og ef það var snilld að eiga tvo skóla af tólf miðað við höfðatölu í nótt hversu geggjað er þá að eiga þrjá skóla í úrslitunum!?
Meira

Varmahlíðarskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skólahreysti

Fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku í gær þátt í sjöunda riðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Höllinni á Akureyri. Það var lið Varmahlíðarskóla sem sigraði og tryggði sér þannig sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll síðar í maí. Þá varð Grunnskólinn austan Vatna í öðru sæti riðilsins. Áður hafði Grunnskóli Húnaþings vestra tryggt sig inn í úrslitin og það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita.
Meira