Stólastúlkur sóttu sætan sigur í naglbít í Njarðvík
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.10.2024
kl. 09.24
Stólastúlkur gerðu heldur betur góða ferð í Njarðvík í gær en þar mættu stelpurnar liði heimastúlkna í fyrsta leik þeirra í glæsilegri nýrri IceMar-höll. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, liðin náðu af og til smá áhlaupum en andstæðingurinn svaraði jafnan fyrir sig skömmu síðar. Sigurkarfa Tindastóls kom 10 sekúndum fyrir leikslok þegar Oumoul Sarr kom boltanum í körfuna eftir skrítna sókn en síðan stóðu stelpurnar vörnina vel á lokasekúndunum og uppskáru eins stigs sigur, 76-77.
Meira