Íþróttir

Fjórir knapar af Norðurlandi vestra í landsliðshópunum

Landsliðsþjálfarar Íslands í hestaíþróttum hafa kynnt landsliðshópa sína fyrir komandi tímabil. Á næsta ári er stóra verkefni landsliðsins HM íslenska hestsins í Sviss. Í hópunum eru tveir fulltrúar frá hestamannafélaginu Skagfirðingi og sömuleiðis tveir frá Hestamannafélaginu Þyt í Vestur-Húnavatnssýslu.
Meira

Ungir knapar verðlaunaðir á uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 3. nóvember sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir gott keppnistímabil. Pollarnir fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur og alveg ljóst að framtíðin er björt hjá Hestamannafélaginu Skagfirðing með alla þessa efnilegu og flottu knapa.
Meira

María Dögg og Josu Ibarbia voru valin best á uppskeruhátíð Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hélt lokahóf sitt í Ljósheimum laugardagskvöldið 5. október en í sumar átti Tindastóll lið í Bestu deild kvenna og 4. deild karla og gekk þeim báðum vel. Að venju voru bestu leikmenn, þeir efnilegustu og bestu liðsfélagarnir valdir og hjá stúlkunum var María Dögg Jóhannesdóttir velin best og Josu Ibarbia hjá strákunum.
Meira

Stólarnir stoppuðu Stjörnumenn

Það var toppleikur í Bónus deild karla í kvöld þegar lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í Síkinu. Toppleikurinn stóð undir nafni, bæði lið spiluðum af mikilli orku og leikmenn lögðu sig alla fram. Útkoman var eftir því, leikurinn æsispennandi fram á lokasekúndurnar, hraðinn mikill í fyrri hálfleik en heldur hægðist á liðunum í þeim seinni. Að sjálfsögðu kætti það kappsama stuðningsmenn Srólanna, sem voru um 500 talsins, að sigurinn lenti hjá heimamönnum. Lokatölur 92-87.
Meira

Stjörnuleikur í kvöld og stuðningsmannahittingur í dag

Stuðningsmenn Stólanna voru nokkuð brattir í vikulokin eftir öflugan sigur á Hetti þar sem liðið spilaði glimrandi bæði í vörn og sókn. Lá þó við að fólk væri í örlitlum vandræðum með sig því það hreinlega vorkenndi liði Hattar og ekki hvað síst Viðari þjálfara sem á meira skilið frá sínum mönnum. Í kvöld má aftur á móti reikna með stórleik í Síkinu því topplið Stjörnunnar mætir þá til leiks með Baldur Þór í brúnni og alla leikmenn spræka sem læka.
Meira

Leikur Stólakattarins að Hattarmúsinni

Tindastóll fékk lið Hattar frá Egilsstöðum í heimsókn í fimmtu umferð Bónus deildarinnar nú í kvöld. Reikna mátti með að lið gestanna vildi svara fyrir slæm töp í síðustu tveimur leikjum en það var nú öðru nær – þetta reyndist leikur kattarins að músinni. Það var fín stemning í Síkinu og sungið og trallað allan leikinn en það var engin spenna, leikurinn nánast búinn eftir þrjár mínútur en þá var staðan 11-0 og gestirnir náðu hreinlega aldrei kafla þar sem þeir hótuðu endurkomu. Lokatölur 99-59 og fjórði sigur Stólanna í röð staðreynd.
Meira

Lið Þórs með grobbréttinn á Norðurlandi

Lið Þórs og Tindastóls mættust í Höllinni á Akureyri í gærkvöld en um 220 áhorfendur mættu og fengu að sjá fjörugan leik og bæði lið sýndu fínan sóknarleik. Bæði lið frumsýndu erlenda leikmenn og var stuðningsfólk Tindastóls sérlega ánægt með það sem Mélissa Diawakana hafði fram að færa. Lið Þórs hafði yfirhöndina frá upphafi til enda en náði þó aldrei að hrista lið Tindastóls af sér. Sex stigum munaði þegar innan við mínúta var eftir en Stólastúlkur komust ekki nær sterku Þórsliði þar sem Maddie Sutton reyndist erfið. Lokatölur 102-95.
Meira

Grannaslagur í Höllinni á Akureyri í kvöld

Það er þokkalegur stórleikur í körfunni í kvöld en þá mæta Stólastúlkur erkifjendunum í liði Þórs en leikurinn fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, það er alltaf ákveðin spenna að fara á Akureyri,“ sagði Klara Sólveig Björgvinsdóttir fyrirliði Tindastóls þegar Feykir spurði út í leikinn. „Ég á von á hörkuleik, Þórs stelpurnar eru vanar að berjast þannig ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur.“
Meira

Frábær fyrsti leikhluti lagði grunninn að sigri gegn Grindavík

Grindavík og Tindastóll mættust í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Grindvíkingar voru taplaustir fyrir leik, höfðu líkt og lið Tindastóls unnið Hauka og ÍR og rassskellt lið Hattar. Þetta var leikur tveggja liða sem ætla sér langt í vetur og hafa bæði mannskapinn í það – bara spurning hvernig tekst til með að búa til lið og stemningu. Leikurinn reyndist stórskemmtilegur, Stólarnir áttu frábæran fyrsta leikhluta og það sem eftir lifði leiks voru Grindvíkingar að berjast við að saxa á forskotið. Þeir komust nálægt því að jafna í lokin en Stólarnir héldu út og voru kampakátir með tvö góð stig. Lokatölur 90-93.
Meira

Strákarnir heimsækja Keflavík í VÍS bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í körfubolta nú í hádeginu. Bæði kvenna- og karlalið Tindastóls voru í pottunum og fengu bæði útileiki – sennilega eitthvað gallaðir pottar. Strákarnir fengu nokkuð strembinn mótherja, nefnilega lið Keflavíkur en liðin mættust einmitt í úrslitum bikarsins síðasta vetur. Kvennaliðið heimsækir hins vegar Suðurlandið.
Meira