Stólastúlkur áfram á meðal þeirra Bestu!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.09.2024
kl. 22.05
Mikilvægasti leikur sumarsins var spilaður í dag á Sauðárkróksvelli þar sem Tindastóll og Fylkir mættust í nokkurs konar úrslitaleik um sæti í Bestu deild kvenna. Með sigri Fylkis hefðu þær jafnað Stólastúlkur að stigum og átt botnlið Keflavíkur í síðustu umferðinni í úrslitakeppni neðri liða á meðan lið Tindastóls hefði sótt Stjörnuliðið heim. Frá fyrstu mínútu réðu hins vegar heimastúlkur ferðinni, spiluðu í raun hinn fullkomna leik og unnu lið gestanna 3-0 – og tryggðu þar með sætið í Bestu deildinni. Til hamingju Stólastúlkur!
Meira
