feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
05.08.2024
kl. 00.35
oli@feykir.is
Unglingalandsmóti UMFÍ lauk í Borgarnesi í kvöld og samkvæmt frétt á vef UMFÍ var framkvæmd mótsins framúrskarandi og samvinna allra sem að því komu með eindæmum góð. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt tölu í móttöku með forsetahjónunum, sambandsaðilum UMFÍ, heiðursfélögum og fleirum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, og þar bauð hann Króksaranum Ómari Braga Stefánssyni, sem er framkvæmdastjóri móta UMFÍ, að taka við þakklætisvotti en Ómar Bragi hefur skipulagt mót UMFÍ í 20 ár.
Meira