Keflvísk sveifla snéri bikarúrslitaleiknum á hvolf
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.03.2024
kl. 20.23
Það var spilað til úrslita í VÍS bikarnum í dag en þá mættust lið Tindastóls og Keflvíkur í Laugardalshöllinni. Leikurinn var æsispennadi framan af en síðari hálfleikurinn reyndist leiðinlega sveiflukenndur fyrir stuðningsmenn Stólanna því eftir að hafa náð 14 stiga forystu í upphafi hans þá datt botninn úr leik okkar manna og Keflvíkingar hrukku í gírinn. Lokatölur 79-92 og ekki annað í stöðunni en óska Keflvíkingum til hamingju.
Meira