Valskonur reyndust Stólastúlkum sterkari
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.10.2024
kl. 11.55
Stólastúlkur fengu lið Vals í heimsókn í gær í Bónus deildinni. Lið Tindastóls hafði unnið síðustu tvo leiki með góðum varnarleik en í gær gekk illa að ráða við vaskar Valsstúlkur sem höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Engu að síður var leikurinn í járnum allt fram að lokafjórðungnum þegar gestirnir náðu strax ríflega tíu stiga forystu og bættu síðan bara í. Lokatölur 65-86 fyrir Val.
Meira
