Íþróttir

Valskonur enn númeri of stórar fyrir Stólastúlkur

Tindastóll og Íslandsmeistarar Vals mættust á Króknum í gær. Stólastúlkur hafa ekki átt góðu gengi að fagna gegn Valsliðinu frekar en önnur lið og það varð engin breyting á því í gær. Heimaliðið stóð þó fyrir sínu fyrsta klukkutímann, jafnt var í hálfleik en þá hafði hvort lið gert eitt mark, en gæði stúlknanna hans Péturs okkar Péturssonar skinu í gegn þegar á leið og lappir Stólastúlkna fóru að þyngjast. Lokatölur 1-4.
Meira

Meistaraflokkur kvenna á heimaleik í kvöld kl. 18

Það er heimaleikur í kvöld, miðvikudag 24. júlí, kl. 18:00 hjá meistaraflokki kvenna gegn Val í Bestu deildinni. Eins og staðan er í deildinni fyrir leikinn þá sitja Valsstúlkur í 2. sæti en Stólastelpur í 8. sæti. Það er því mjög mikilvægt að úrslit leiksins verði þeim í hag og þurfa stelpurnar á stuðning að halda á leiknum. Það er því ekkert annað í stöðunni en að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram. koma svo allir á völlinn!
Meira

Omoul Sarr til liðs við kvennalið Tindastóls í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina reynslumiklu Omoul Sarr um að leika með kvennaliðinu á komandi tímabili í Bónusdeildinni segir í tilkynningu á Facebook-síðu Kkd. Tindastóls.
Meira

Frábær toppbaráttusigur Tindastóls

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar heimamenn í Tindastól tóku á móti liði Hamars í Hveragerði. Lið Tindastóls hefur halað inn mikilvæg stig að undanförnu og var komið í annað sæti deildarinnar með 22 stig en Hvergerðingar voru tveimur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sigur Stólanna hefði komið þeim í góða stöðu. Þetta gekk eftir og Stólarnir unnu stórsigur. Lokatölur 4-0.
Meira

Slakur varnarleikur varð Stólastúlkum að falli gegn Fylki

Donni þjálfari var ekki par sáttur við sínar stelpur í dag eftir skell í Árbænum þegar Stólastúlkur sóttu Fylki heim. Árbæjarliðið sat á botni deildarinnar fyrir leikinn, höfðu ekki unnið leik síðan í maí, en eftir jafnan fyrri hálfleik tók heimaliðið völdin og vann sanngjarnan 4-1 sigur.
Meira

Húnvetningar sóttu þrjú stig í Sandgerði

Lið Kormáks/Hvatar sótti þrjú stig suður með sjó í gærkvöldi en þá mættu þeir botnliði Reynis Sandgerði í afar mikilvægum leik í botnbaráttu 2. deildar. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru eitt mark um miðjan síðari hálfleik og það dugði til þar sem sterk vörn Húnvetninga hélt vatni og vindum. Lokatölur 0-1.
Meira

Sadio Doucoure spilar með Stólunum í vetur

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að samið hafi verið við franska leikmanninn Sadio Doucoure um að leika með karlaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól,” segir Sadio. „Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta.“
Meira

Stólarnir drógust á móti Kára frá Akranesi

Dregið hefur verið í átta liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum en eins og kunnugt er sló lið Tindastóls út Hlíðarendapilta í KH nú í vikunni og var eina liðið úr 4. deild sem komst áfram. Strákarnir eru því að spila upp fyrir sig í næstu umferð en auk Stólanna voru þrjú 2. deidar lið í pottinum og fjögur lið úr 3. deild. Stólarnir höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik en andstæðingurinn reyndist hinsvegar topplið 3. deildar, Kári.
Meira

„Við erum allar þarna af sömu ástæðu, við elskum að spila fótbolta“

Það er alltaf nóg af fótbolta hjá Elísu Bríeti Björnsdóttur, 16 ára leikmanns Tindastóls í Bestu deildinni. Hún hefur verið einn af lykilleikmönnum Stólastúlkna í sumar sem og jafnaldra hennar, Birgitta Rún, báðar frá Skagaströnd, en þær hafa átt fast sæti í byrjunarliði Tindastóls og staðið sig hetjulega. Nú á dögunum fór Elísa Bríet með U16 landsliði Íslands á Norðurlandamót U16 kvenna sem fram fór í Finnlandi í byrjun júlí.
Meira

Stólarnir í átta liða úrslit Fótbolta.net bikarsins

Það var boðið upp á hörkuleik á Króknum í gær þegar lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í KH í Fótbolti.net bikarnum þar sem neðri deildar lið mætast. Stólar og KH leika bæði í 4. deildinni en bæði lið léku ágætan fótbolta í gær. Það voru hins vegar heimamenn sem höfðu betur eftir mjög fjörugan síðasta hálftíma leiksins og lokatölur 2-1.
Meira