Góður fjögurra mínútna kafli Meistaranna dugði ekki til
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.11.2023
kl. 23.55
Tindastólsmenn heimsóttu Þorlákshöfn í kvöld í Subwaydeildinni. Ekki varð ferðin til fjár því Þórsarar voru sprækir sem lækir og léku á alsoddi megnið af leiknum. Átján stigum munaði í hálfleik en Stólarnir bitu frá sér í þriðja leikhluta. minnkuðu muninn í sex stig en þá settu heimamenn í rallýgírinn og sendu Íslandsmeisturunum fingurkoss um leið og þeir spóluðu yfir þá. Lokatölur 96-79 og Stólarnir því enn með tíu stig að loknum níu umferðum.
Meira