Íþróttir

Kveðjur frá gömlum félögum á meistara Tindastóls

Í síðustu viku fagnaði Feykir nýkrýndum Íslandsmeisturum Tindastóls með fjögurra síðan umfjöllun í blaðinu. Meðal annars óskaði Feykir eftir því við nokkra þjálfara og leikmenn fyrri tíma að þeir sendu sínum gömlu liðsfélögum kveðju. Það reyndist auðsótt mál og allir sem haft var samband við voru til í það. Hér má því lesa góðar kveðjur frá Valla Ingimundar, Maddie Sutton, Kalla Jóns. Baldri Ragnars, Israel Martin og Brilla.
Meira

Komið að leiðarlokum :: Helgi Rafn Viggósson fyrirliði Tindastóls í viðtali

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að brotið var blað í sögu íþróttanna, ekki bara í Skagafirði, heldur á Norðurlandi vestra, þegar Tindastóll landaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta sl. fimmtudag í Origo höllinni á Hlíðarenda, heimavígi Vals sem þá var handhafi allra titla efstu deildar. Mikla vinnu og mörg tonn af svita og blóði hefur kostað að ná þessum eftirsótta árangri og það veit fyrirliðinn manna best, Helgi Rafn Viggósson, sem nú hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Feykir heyrði í kappanum daginn eftir oddaleikinn mikla.
Meira

Ismael með tvö á Týsvelli

Í gær hélt lið Kormáks/Hvatar út í Eyjar og lék við lið KFS á Týsvelli. Síðustu árin hafa Eyjapeyjar þótt erfiðir heim að sækja og langt frá því sjálfgefið að sækja þangað stig og hvað þá þrjú líkt og Húnvetningar gerðu. Ingvi Rafn Ingvarsson stýrði skútu gestanna til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari í 3. deildinni og situr lið Kormáks/Hvatar nú í þéttum pakka um miðja deild. Lokastaðan var 1-2.
Meira

Selfoss sullaði Stólastúlkum úr Mjólkurbikarnum

Stólastúlkur fengu lið Selfoss í heimsókn á Krókinn í dag í Mjólkurbikarn kvenna en lið Selfoss hefur náð eftirtektarverðum árangri í keppninni. Leikurinn var jafn og hart var barist en það voru gestirnir sem gerðu eina mark leiksins í fyrri hálfleik þrátt fyrir taktvissan stuðning stúkuliðs Stólastúlkna. Bikardraumur Tindastóls því úti við fyrstu hindrun.
Meira

Stólarnir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma

Lið Tindastól lék þriðja leik sinn í 4. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi en þá tóku strákarnir á móti liði Skallagríms úr Borgarnesi. Gestirnir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en Stólarnir unnið þann fyrsta en lutu síðan í gras gegn Vængjum Júpíters sem hafa byrjað móti af krafti. Stólarnir voru 2-1 yfir í hléi en mikill vindur hafði áhrif á leikinn í síðari hálfleik og uppskáru Skallagrímsmenn jöfnunarmark í uppbótartíma. Lokatölur 2-2.
Meira

Leikir á gervigrasinu í kvöld og á morgun

Báðir meistaraflokkar Tindastóls í knattspyrnu eiga leiki um helgina. Strákarnir mæta Skallagrím í kvöld klukkan 19:15 og stelpurnar mæta liði Selfoss á morgun klukkan 16:00.
Meira

Stólastelpur lögðu Stjörnuna í Bestu deildinni í gær

Stelpurnar í Tindastól sýndu það í gær að ekkert aðkomulið getur bókað stig á Króknum í Bestu deildinni í fótbolta þegar þær gerður sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna sem íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáði að myndi enda í 1. sæti deildarinnar. Með sigrinum lyftu Stólar sér af botninum og komu sér fram fyrir FH og Selfoss á stigatöflunni með 5 stig eftir einn sigur og tvö jafntefli.
Meira

Ingvi Rafn stýrir Kormák/Hvöt út tímabilið

Ingvi Rafn Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar og mun stýra liðinu út leiktímabilið. Hann tekur við af Aco Pandurevic sem lét af störfum síðastliðna helgi.
Meira

Ashouri í bann eftir olnbogaskot í andlit Hugrúnar

Það er ekki bara Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, sem þarf að þola það að vera settur í bann fyrir fólskubrot í fótboltanum því Shaina Faiena Ashouri, leikmaður FH í Bestu deild kvenna, hefur einnig verið úrskurður í eins leiks bann eftir atvik sem varð í leik Tindastóls og FH þann 7. maí síðastliðinn er hún gaf Hugrúnu olnbogaskot í andlitið.
Meira

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira