Lara Margrét og Rakel Sjöfn til liðs við Stólastúlkur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.02.2023
kl. 10.05
Það var ekki einungis Laufey Harpa sem bættist í gær í hóp Stólastúlkna fyrir Bestu deildar sumarið því Vatnsdælingurinn Lara Margrét Jónsdóttir og Akureyringurinn Rakel Sjöfn Stefánsdóttir hafa einnig skipt yfir í Tindastól. Báðar komu þær við sögu með liði Tindastóls í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Meira