22 kepptu í jólajúdó
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur
20.12.2016
kl. 13.24
Jólamót júdódeildar Tindastóls fór fram í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en um innanfélagsmót var að ræða. Allir keppendur fengu gullpening og pítsur að móti loknu og mikil gleði ríkti í herbúðum þeirra.
Einar Örn Hreinsson þjálfari og formaður deildarinnar segir að tæplega 40 krakkar á öllum aldri hafi stundað júdóæfingar í vetur. Hann segir að helst vanti fullorðna einstaklinga í hópinn.
Eftirfarandi myndir tók Jóhanna Ey Harðardóttir við verðlaunaafhendingu.