Bjarni Har fyrsti heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Bjarni Haraldsson, heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni, formanni byggðaráðs, Gísla Sigurðssyni, varaformanni byggðaráðs og Regínu Valdimarsdóttur, forseta sveitarstjórnar. Mynd: PF.
Bjarni Haraldsson, heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni, formanni byggðaráðs, Gísla Sigurðssyni, varaformanni byggðaráðs og Regínu Valdimarsdóttur, forseta sveitarstjórnar. Mynd: PF.

Í dag var kaupmaðurinn síungi á Sauðárkróki, Bjarni Haraldsson, sæmdur heiðursborgaranafnbót fyrstur allra í Sveitarfélaginu Skagafirði í veislu sem nú stendur yfir við verslun hans á Aðalgötunni. Aðeins tveir ættliðir hafa rekið verslunina þau 100 ár sem hún hefur verið starfrækt en faðir Bjarna, Haraldur Júlíusson sem verslunin er kennd við, setti hana á laggirnar árið 1919.

Í tilefni dagsins var gestum og gangandi, boðið upp á veitingar, tónlistarflutning og að sjálfsögðu ávörp gesta sem allir höfðu skemmtilegar sögur að segja um Bjarna. Fjölmenni var mætt til að samfagna kaupmanninum, sem oft hefur verið kallaður bæjarstjórinn í útbænum, og komust færri að í veislutjaldinu en vildu og því voru tjaldveggir teknir niður til að fólk sem stóð úti gæti fylgst með. Útsendari Feykis var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

Tengd frétt: Aldarafmæli Verzlunar Haraldar Júlíussonar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir