Fann ég í fjöru........
Skólahópur leikskólans Glaðheima á Sauðárkróki hélt á dögunum ásamt kennurum sínum í fjöruferð. Í fjörunni týndu þau skeljar, þang, steina, krossfiska .
Börnin voru mjög áhugasöm og höfðu gaman af því að rannsaka það sem fyrir augu bar. Öllu nytsamlegu var safnað saman í poka og þegar heim á leikskóla var komið var fengnum breytt í listaverk. Meðfylgjandi myndir sendi deildarstjóri skólahóps. Feykir.is skorar á leikskóla og aðra hópa að vera dugleg að senda skemmtiegar myndir inn á vefinn.