Fjöldi fólks sótti viðburði á Króknum í dag

Það voru ekki bara jólasveinar sem komu af fjöllum í dag til að kíkja á ljósdýrðina. MYND: HV
Það voru ekki bara jólasveinar sem komu af fjöllum í dag til að kíkja á ljósdýrðina. MYND: HV

Það var stórfín mæting í gamla bæinn á Króknum í dag þegar ljós voru tendruð á jólatrénu fallega úr Sauðárhlíðinni ofan bæjarins. Dagskráin var með hefðbundnum hætti en nokkuð ljóst að eftir tvö ár í Covid-straffi þá var fólk tilbúið að ösla út í myrkrið og rigningarúðann til að eiga notalega stund saman og fagna komu aðventunnar.

Margir hófu gleðina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en Rótarýfélagar áætla að um 600 manns hafi smellt sér á jólahlaðborð þar sem fólk gat valið á milli hangikjöts og hamborgarhryggs – nú eða bara hvoru tveggja.

Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Ómar Braga (Jólahlaðborð Rótaryklúbbs Sauðárkróks), Einari Eðvald (Ljós tendruð) og Hrafnhildi Viðars til að birta myndir sem þau tóku í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir