Fjöldi við opnun próteinverksmiðju á Króknum - Myndir

Í dag var hin nýja próteinverksmiðja, Heilsuprótein, á Sauðárkróki vígð sem Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga tóku höndum saman um að stofna. Fyrirtækinu er ætlað að framleiða verðmætar afurðir úr mysu sem áður hefur verið fargað. Í fyrri áfanga verksmiðjunnar, sem nú var vígð, verður framleitt próteinduft úr mysu sem fellur til við ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi en í síðari áfanga verksmiðjunnar, sem áætlað er að komist í gagnið innan tveggja ára, verður framleitt ethanól úr mjólkursykri ostamysunnar og einnig úr mysu sem fellur til við skyrgerð.

Mikill fjöldi fólks var samankominn í salarkynnum samlagsins og hlýddi á ræður, söng og þakkir. Boðið var upp á ýmislegt góðgæti sem m.a. er framleitt úr mjólkurafurðum, mysupróteini og mjólkursykri.

Meðfylgjandi myndir eru frá vígslunni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir