Fjörugir krakkar og frískir fætur á fyrri degi Króksmóts
Króksmót var sett í morgun á Sauðárkróksvelli og um klukkan hálf tíu voru fjörugir krakkar og frískir fætur farnir að sparka fótbolta af miklum móð í sunnanvindi en annars fínu veðri á Króknum. Keppendur eru um 800 talsins og pottþétt að það á eftir að vera gaman á völlunum.
Ljósmyndari Feykis var á vallarsvæðinu í morgun og tók nokkrar sæmilegar myndir.