Flottur árangur Varmahlíðarskóla í Skólahreysti
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur
19.05.2014
kl. 13.40
Varmahlíðarskóli komst í úrslit á landsvísu í Skólahreysti og náði 8. besta árangrinum. Samkvæmt vef Varmahlíðarskóla voru 45 nemendur og fjórir starfsmenn skólans mættir í Laugardagshöllina síðastliðið föstudagskvöld til að fagna með krökkunum.
Það voru þau Vésteinn, Fríða Isabel, Sigfinnur og Rósa Björk sem sýndu mikla yfirvegun og dugnað þegar á hólminn var komið, ásamt varakeppendunum Einari og Sigríði Vöku.
Frábær árangur hjá krökkunum!
Myndir fengnar af facebook síðu Varmahlíðarskóla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.