Frábær aðsókn á þorrablót á Skagaströnd

Á þorrablótinu voru að vanda leikin og sungin skemmtiatriði. Myndir: James Kennedy
Á þorrablótinu voru að vanda leikin og sungin skemmtiatriði. Myndir: James Kennedy

Metaðsókn var á þorrablót sem haldið var í Fellsborg á Skagaströnd á laugardaginn var. Að vanda var það kvenfélagið á staðnum sem hafði veg og vanda af blótinu en hópur áhugafólks sá um skemmtiatriði sem voru bæði leikin og sungin.

Að sögn Guðrúnar Soffíu Pétursdóttur kvenfélagskonu voru um 250 manns á blótinu sem haldið var í Fellsborg á laugardagskvöldið. James Kennedy á Skagaströnd sendi Feyki skemmtilegar myndir frá þorrablótinu. 

Fleiri fréttir