Gamlársdagshlaupið þreytt í dag
Fjölmennt var í Gamlársdagshlaupi sem haldið var á Sauðárkróki fyrr í dag en alls tóku tæplega 270 manns þátt.
Hlauparar gátu valið sér vegalengd að eigin vali að hámarki 10 km. Veðrið var hlaupurum einstaklega hagstætt enda fjölmennti fólk og áttu fjölskyldur og vinir góða stund saman. Upplýst var að fjórir fleiri tóku þátt í hlaupinu nú en í fyrra. Blaðamaður Feykis fylgdist með og tók nokkrar myndir.
.