Gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Mannlíf
27.12.2016
kl. 16.08
Það ríkti gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum í gær. Vel var mætt að vanda en löng hefð er fyrir því að halda þessa skemmtun strax að lokinni jólamessu í Barðskirkju.
Boðið var upp á glæsilegt kaffihlaðborð, gengið í kringum jólatréð og tekið á móti jólasveinunum sem létu sig ekki vanta. Blaðamaður Feykis brá sér í Fljótin í góða veðrinu og smellti af nokkrum myndum.