Hátíðarhöldin á Hvammstanga í myndum

Sameinaðir kórar Hvammstanga- og Miðfjarðarsókna sungu undir stjórn Pálínu F. Skúladóttur í Þjóðbúningamessu í Staðarbakkakirkju í gær, 17. júní, og þjónuðu báðir sóknarprestar að messunni. Íbúar Hvammstanga fjölmenntu sunnan við félagsheimilið í bænum til að vera viðstödd hátíðarhöldin sem þar fóru fram í góðu veðri.

Það var Lionsklúbburinn Bjarmi sem hafði umsjón með hátíðarhöldum og hófust þau með hátíðarræðu sem var flutt af sr. Magnúsi Magnússyni, ávarpi fjallkonunni Rakel Ósk Ólafsdóttur og söng karlakórsins Lóuþræla.

Að þeim loknum gæddu hátíðargestir sér á grilluðum pylsum, farið var í leiki og sápurennibraut á Bangsatúni en að vanda vakti hún mikla lukku eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Anna Scheving sendi Feyki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir