Hefur styrkt menningarmál í héraði í hálfa öld

Ásta Ólöf Jónsdóttir tók við styrk fyrir hönd Pilsaþyts. Hér tekur hún í höndina Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra og á milli þeirra stendur Bjarni Maronsson, formaður stjórnar KS. Mynd: KSE
Ásta Ólöf Jónsdóttir tók við styrk fyrir hönd Pilsaþyts. Hér tekur hún í höndina Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra og á milli þeirra stendur Bjarni Maronsson, formaður stjórnar KS. Mynd: KSE

Menningarstyrkir KS voru afhentir á mánudaginn var. Í máli Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra kom fram að sjóðurinn hefði í hálfa öld styrkt menningarmál í héraði og hlypu upphæðir styrkja á hundruðum milljóna á núvirði. Þá eru ótaldir þeir styrkir sem fara til íþróttamála. Þórólfur sagði ánægjulegt fyrir kaupfélagið að geta stutt við hið blómlega menningarlíf sem dafnar í héraðinu. 

Alls voru veittir 26 styrkir til ýmissa kóra, félagasamtaka, stofnana og einstaklinga, sem á einn eða annan hátt leggja eitthvað til menningarmála á svæðinu. Eftirtaldir hlutu styrki:

Nes listamiðstöð 

Hollvinir Látra-Björgu 

 Björgunarsveitin Grettir 

 Gísli Þór Ólafsson    

 Skagfirski kammerkórinn 

 Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði 

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

 Kvennakórinn Sóldís 

Rökkurkórinn 

Karlakórinn Heimir 

Kirkjukór Sauðárkrókskirkju 

Local Heart 

Skákfélag Sauðárkróks 

Búminjasafnið í Lindabæ 

Heimilisiðnaðarsafnið  Blönduósi

 Ingimundur Sigfússon, vegna kvikmyndar um Svein Runólfsson fyrrum landgræðslustjóra og  Landgræðslu ríkisins. 

Leikfélag Sauðárkróks 

Kristín S. Einarsdóttir 

Guðbrandsstofnun 

Pilsaþytur 

Skotta Film 

Nemendafélag FNV. 

Gunnar Rögnvaldsson 

Jón Ormar Ormsson 

Sölvi Sveinsson 

Landsmót hestamanna á Hólum

 

/KSE

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir