Himneskt ofurópal

Á Nöfum. Haustskreyttur Tindastóllinn með hvítan koll. MYND: ÓAB
Á Nöfum. Haustskreyttur Tindastóllinn með hvítan koll. MYND: ÓAB

Eftir frekar lúalegt sumar fengum við Norðlendingar ágætan september-mánuð. Nú síðustu vikuna, og kannski rétt rúmlega það, hefur haustið þó hrifsað frá okkur ylinn og sætan sumarilminn og sett í þeytivinduna. Rok, rigning og lækkandi hitastig er það sem skömmustulegir veðurfræðingar bjóða upp á og einhverstaðar rétt handan við hornið bíður veturinn.

Inn á milli fáum við þó stillur og litir haustsins eru sannarlega engu líkir. Regndrukknar hlíðar litaðar lyngrauðum tónum, appelsínugulum eða fölgrænum. Fegurðin fer eins og þvottalögur um sálina. Himneskt ofurópal sem hressir, bætir og kætir.

Veðurstofan gerir ráð fyrir kuldabola um helgina, það gæti kastað éljum í bland við skúrir en þó er gert ráð fyrir frekar stilltu veðri um helgina hér fyrir norðan. Sunnanáttin fær þó að öllum líkindum uppreisn æru eftir helgina, hún kíkir í það minnsta í heimsókn en stoppar stutt við. Spáð er ágætu veðri þriðjudag og miðvikudag.

Hér eru loks nokkrar haustmyndir til að húka yfir um helgina > 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir