Húnavaka - Myndir
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Listir og menning
21.07.2013
kl. 14.27
Húnavaka, hin árlega fjölskyldu- og menningarhátíð Austur-Húnvetninga hófst á fimmtudaginn. Dagskráin var stórglæsileg og margir lögðu leið sína á Blönduós yfir helgina. Hátíðardagskránni mun svo ljúka síðar í dag.
Blaðamaður Feykis kíkti á Blönduós í gær og smellti nokkrum myndum af gestum hátíðarinnar.
.
Fleiri fréttir
-
Klara, Emma, Brynja og Rannveig áfram með liði Tindastóls
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur tilkynnt að þær Klara Sólveig Björgvinsdóttir, Emma Katrín Helgadóttir, Brynja Líf Júlíusdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir hafa framlengt samninga sína og munu leika með liði Tindastóls í Bónus deildinni næsta tímabil. „Það er langtímaverkefni að halda úti stöðugu kvennaliði og því er afar mikilvægt að halda í og þróa áfram þennan sterka íslenska kjarna“ segir Dagur Þór, formaður.Meira -
Íslandsmeistari úr Hjaltadalnum
Þórgunnur Þórarinsdóttir er ung Skagafjarðarmær sem hefur náð mögnuðum árangri í hestaíþróttum. Þórgunnur keppir í Ungmennaflokki en hún er dóttir Þórarins Eymundssonar tamningamanns og reiðkennara og séra Sigríðar Gunnarsdóttur en þau búa á Nautabúi í Hjaltadal.Meira -
Byrðuhlaupið í Hjaltadal
Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur.Meira -
Húnabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Vegagerðarinnar
Byggðarráð Húnabyggðar gerði alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar á fundi sínum sl. þriðjudag. Í frétt Húnahornsins af málinu segir að Vegagerðin hafi ekki tilkynnti Húnabyggð formlega um frestun framkvæmda við Skagaveg þegar sú ákvörðun var tekin, heldur kom hún fram um tveimur mánuðum seinna. Þá hefur Vegagerðin ekki sett fram trúverðugar ástæður fyrir þessum töfum, að mati byggðarráðs.Meira -
Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 03.07.2025 kl. 17.10 oli@feykir.isNú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.Meira