Íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki um helgina - myndasyrpa og streymi

Mikil stemning á Íslandsmóti í boccia á Króknum. Mynd: PF
Mikil stemning á Íslandsmóti í boccia á Króknum. Mynd: PF

Það er mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þessa helgi en Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Mótið var sett í gærkvöldi en keppni hófst klukkan 9 í morgun og stendur fram á kvöld. Í fyrramálið hefst keppni á ný á samatíma.

Einar Þór og Elvar Sigurjónsson frá íþróttafélaginu Nes, standa vaktina við að streyma frá mótinu.Þetta er í fjórða sinn sem haldið er svona mót á Sauðárkróki, það fyrsta árið 1999, svo 2004, 2013 og nú þetta. Um 200 keppendur eru skráðir í sex deildum og svo eru  Bc flokkar með og án hjálpartækja. Dómgæsla er í höndum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og hins nýja Kiwanisklúbbs, Freyju, sem stofnaður var á Sauðárkróki fyrir skömmu. Það er Lionsklúbburinn Víðarr sem gefur öll verðlaun á mótinu.

Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu hjá Nes sport en þeir Einar Þór og Elvar Sigurjónsson standa vaktina. Þeir voru kampakátir þegar Feykir leit við í dag og sögðust ætla að streeyma frá mótinu á morgun og jafnvel frá lokahófinu sem verður í Miðgarði á sunnudagskvöld. Allir eru hvattir til að kíkja á skemmtilega keppni hvort sem er í íþróttahúsið eða á streymið hjá Einari og Elvari sem hægt er að nálgast HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir