Jólaball Ársala - Myndir
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
18.12.2013
kl. 14.09
Nú styttist óðum í jólin og jólasveinarnir farnir að koma hver á eftir öðrum að gefa börnum í skóinn. Börn og starfsfólk leikskólans Ársala héldu jólaball í morgun og litu fjórir hressir jólasveinar við. Þeir dönsuðu og sungu með börnunum og í lok jólaballsins fylgdu þeir börnunum inn á deildirnar og gáfu þeim jólagjöf.
Blaðamaður Feykis leit við á jólaballið hjá eldra stigi Ársala í morgun og tók nokkrar myndir.
.