Króksmótið heppnaðist ljómandi vel þrátt fyrir þokusudda

Knattspyrnukempur austan Vatna. MYNDIR: ÓAB
Knattspyrnukempur austan Vatna. MYNDIR: ÓAB

Króksmótið í knattspyrnu fór fram um helgina. Á Króksmóti spila strákar (og pínu af stelpum) í 6. og 7. flokki. Þó veðurspáin gerði ráð fyrir björtu veðri og fallegu þá gaf ískaldur og hnausþykkur þokubakki veðurfræðingum langt nef og sá til þess að keppendur og fylginautar skulfu úr kulda á laugardeginum. Þokunni létti þegar leið á sunnudagsmorgun og 600 keppendur á mótinu gátu farið að þoka sér úr yfirhöfnunum.

Að sögn Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóra Tindastóls, tókst mótshaldið að öðru leyti vel. Eitt hundrað og tvö lið voru skráð til leiks og komu frá 19 félögum. Hún segir kvöldvökuna hafa gengið mjög vel á laugardagskvöldinu en þar sáu þeir Gústi B og Prettyboichoko um að halda uppi stuðinu. Þess má geta að Prettyboichoko er af skagfirsku bergi brotinn því amma hans var Guðrún Eyþórs, einkadóttir heiðurshjónanna Eyþórs og Sissu.

Úrslit á mótinu voru sem hér segir (riðill - sigurvegari):

6. flokkur
Drangey – Þór 1
Málmey – Snæfellsnes
Þórðarhöfði – KF/Dalvík
Lundey – KA Sveinn Margeir
Háttvísisverðlaun – Grótta

7. flokkur
Sauðárkrókur – Þróttur 1
Varmahlíð – Tindastóll
Hofsós – ÍBU Uppsveitir
Hólar – Tindastóll blár
Háttvísisverðlaun – Fjarðabyggð/KFA

Myndirnar hér að neðan voru teknar um hádegisbil á sunnudeginum en þá var enn napurt en sólin farin að ylja keppendum og áhorfendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir