Krókurinn tekinn til kostanna
Talsvert er framkvæmt á Króknum nú á haustdögum og hafa sennilega flestir Króksarar rekið sig á að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á Strandveginum neðar Rafstöðvar og þá hefur enn verið unnið að bragarbótum á Sauðánni sunnan Verknámshúss FNV.
Ljósmyndari Feykis brá fyrir sig bensínfætinum um helgina og tók einn rúnt þar sem hugmyndin var að mynda aðeins hvernig til hefur tekist.