Metabolic - Kynningartímar
Fyrstu kynningartímarnir af Metabolic fóru fram í Þreksport í morgun, en á næstu misserum mun líkamsræktarstöðin Þreksport bjóða upp Metabolic hópnámskeið. Þau Guðrún Helga Tryggvadóttir ÍAK einkaþjálfari og Friðrik Hreinsson B.Sc. íþróttafræðingur munu hafa umsjón með tímunum sem hafa notið gríðarlegra vinsælda hér á landi. Þau luku nýverið þjálfaranámskeiði í Metabolic og eru nú löggildir Metabolicþjálfarar.
Næstu kynningartímar í Metabolic verða á morgun, þriðjudag kl. 06:15 og á miðvikudaginn kl. 16:30 og 17:30
Blaðamaður Feykis kíkti við á æfingu í morgun og tók nokkrar myndir.
.