Pönkarar í kvennareið
Hin árlega kvennareið var farin um helgina, laugardaginn 10. ágúst, og var lagt af stað frá Syðri-Reykjum í Miðfirði. Leiðin lá meðfram Miðfjarðaránni, upp hjá Syðsta-Ósi og Stóra-Ósi og norður í hesthúsahverfið á Hvammstanga.
Þema kvennareiðarinnar í ár var Perlur og pönk og það er óhætt að segja að konurnar skelltu sér algjörlega í karakterinn. Norðanátt.is segir frá þessu.