Skrapatungurétt - Myndir

Síðast liðinn laugardag fór fram stóðsmölun í Laxárdal fremri og hafa aldrei verið jafn margir þátttakendur sem nú. Að sögn Skarphéðins Einarssonar ferðamannafjallkóngs voru um 320 ríðandi gestir auk smala.

Skarphéðinn segir að veðrið hafi verið nokkuð gott en rigningadembu hefði gert upp úr hádegi en segir að veður sé hugarástand sem hægt er að klæða af sér. Vegna vætunnar voru hljóðfærin ekki tekin fram fyrr en komið var í Skrapatungurétt en þá var líka tekið á því og heilmikil dagskrá sem upphófst með uppboðum og reiptogi yfir Norðurá. 

Sú nýbreytni var höfð á að kindum var smalað á dalnum á fimmtudag og Tröllabotnar á föstudag svo engar tafir urðu vegna þeirra á laugardeginum. Segir Skarphéðinn það hafa komið vel út og telur að sá háttur verði hafður á í framtíðinni.

Á sunnudagsmorgun hófust svo réttarstörf og eru meðfylgjandi myndir þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir