Söngperlurnar slá í gegn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Listir og menning
14.03.2015
kl. 19.24
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur um þessar mundir í viðamiklu verkefni sem kórinn nefnir Söngperlur Ellyjar og Vilhjálms. Eins og fram hefur komið á Feykir.is hefur þessum tónleikum verið afar vel tekið, en þegar hafa verið tónleikar á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki.
Síðustu tónleikarnir, í bili að minnsta kosti, verða í Menningarhúsinu Miðgarði sunnudaginn 22. mars næstkomandi. Eftir það mun kórinn snúa sér að undirbúningi fyrir 90 ára afmæli sitt þann 22. apríl næstkomandi og í framhaldinu undirbúa Kanadaferð í sumar.
Blaðamaður Feykis tók nokkrar myndir á tónleikum í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.