Stemningsmyndir af sólmyrkvanum

Landsmenn fylgdust spenntir með sólmyrkvanum í morgun. Það má með sanni segja að veðurguðirnir hafi brosað við íbúum Norðurlands og sást myrkvinn prýðis vel. Sólmyrkvinn hófst 8:41, hann náði hámarki kl. 9:41 en þá huldi tunglið 97,8% af skífu sólar, samkvæmt vef Stjörnufræðivefsins. Honum lauk kl. 10:44. Að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru í Skagafirði og á Blönduósi.

Blaðamaður Feykis tók rúnt um Sauðárkrók og smellti af nokkrum myndum. Þá eru hér myndir eftir Svein Brynjar Pálmason sem náði flottum myndum af myrkvanum og fólki sem fylgdist spennt með fyrir utan Skagfirðingabúð.

Rita Didrikssen fangaði stemninguna í Sólmyrkvakaffi hjá Álfi Ketilssyni og Margréti Stefánsdóttur í Brennigerði og Róbert Daníel Jónsson smellti nokkrum bráðskemmtilegum myndum af bæjarbúum á Blönduósi.

Náðir þú góðum myndum af sólmyrkvanum - endilega sendu okkur línu á feykir@feykir.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir