Stólarnir dottnir úr bikarnum

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli tók á móti Dalvík/Reyni á Hofsósvelli í gærkveldi.

Sindri Ólafsson kom Dalvík/Reyni yfir á 11. mínútu og á 38. mínútu bætti Steinþór Már Auðunsson markmaður Dalvíkinga, við öðru marki þegar hann skoraði örugglega úr víti. Staðan í hálfleik 0-2 fyrir Dalvík/Reyni.

Tindastólsmenn áttu mun betri seinni hálfleik en á 52. mínútu náði Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson að minnka muninn í 1-2. Það gekk erfiðlega hjá Stólunum að klára færin sem þeir fengu í leiknum en það er greinilega stígandi í liðinu og vonandi að það haldi áfram í næstu leikjum. Lokatölur leiksins 1-2 fyrir Dalvík/Reyni.

Næsti leikur Stólanna í deildinni er næstkomandi laugardag, 17. maí á gervigrasvelli KA á Akureyri og hefst leikurinn kl.16:00

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir