Sumarkomunni fagnað með sama hætti í meira en 60 ár

Börnin fagna sumrinu á Hvammstanga. Myndir: Guðmundur Jónsson
Börnin fagna sumrinu á Hvammstanga. Myndir: Guðmundur Jónsson

Sjálfsagt eru þau ekki mörg bæjarfélögin á landinu sem státa af hátíðahöldum með jafn hefðbundnu sniði og tíðkast á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta.

Það var árið 1957 sem Fegrunarfélagið á staðnum efndi fyrst til hátíðahaldanna og var það því í 63. skipti nú í ár sem þau voru haldin með sama sniði. Hófust þau með skrúðgöngu þar sem Vetri konungi og Sumardísinni var ekið á vagni í broddi fylkingar, íklæddum búningum sem saumaðir voru fyrir fyrstu hátíðahöldin. Að göngunni lokinni hófst dagskrá í Félagsheimilinu þar sem Vetur konungur afhenti Sumardísinni veldissprota sinn og sumarið hélt innreið sína í hjörtu viðstaddra með söng og gleði. Landsbankinn bauð svo ölllum í sumarkaffi og loks var spilað bingó.

Guðmundur Jónsson sendi Feyki þessar skemmtilegu myndir frá hátíðahöldunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir