Tenniskennsla á Sauðárkróki

Regin Grímsson, bátasmiður og tennisspilari, vill koma tennisíþróttinni af stað á Sauðárkróki og hefur nú fengið Tennisfélagið í Kópavogi í lið með sér.

Tennis er frekar stór íþrótt fyrir sunnan og þá aðalega í Kópavogi, en að sögn Regins er tennis drottning íþróttanna. Regin er sannfærður um að það sé fullt af fólki sem vilji læra að spila tennis og segir boltaíþróttir vera ofsalega góðan bakgrunn fyrir tennisinn. ,,Fólk sem hefur verið í fótbolta, körfubolta eða handbolta til dæmis nær tennisinum miklu fyrr og krakkar ná þessu nánast einsog skot”.

Regin hafði samband við Tennisfélagið í Kópavogi og ræddi við þá um þá hugmynd að koma tennisíþróttinni af stað á Sauðárkrók. Þeir tóku mjög vel í málið og eru nú búnir að senda bolta og spaða á Krókinn og eru tilbúnir að senda menn hingað til að kenna íþróttina betur og ýta enn frekar undir íþróttina.

,,Ef einhverjir vilja prófa að spila og læra fyrstu skrefin í tennis þá er ég endilega til að mæla mér mót með þeim og hitta þá á tennsivellinum fyrir neðan Ártúnið og kenna þeim”, bætir Regin við.

Blaðamenn Feykis hittu Regin á tennisvellinum á Króknum og tóku smá æfingu.

Hægt er að hafa samband við Regin í síma: 772-9296.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir