Tíu ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
27.03.2020
kl. 19.44
Í dag eru liðin 10 ár frá vígslu sundlaugarinnar á Hofsósi. Sundlaugin var gjöf frá Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunni Jónsdóttur á Bæ. Óhætt er að fullyrða að sundlaugin hafi slegið í gegn og fáir staðir fjölsóttari í Skagafirði, enda hönnunin mögnuð og útsýnið ómótstæðilegt.
Í tilefni af þessum tímamótum rifjar Feykir upp daginn með myndasyrpu sem vonandi vekur upp góðar minningar frá þessum gleðidegi.