Tólf ár frá heimsókn forsetahjónanna í Skagafjörð

Ætli einhver kannist við þetta fólk?
Ætli einhver kannist við þetta fólk?

Fyrir tólf árum síðan, dagana 15.–16. apríl 2008, komu góðir gestir í Skagafjörðinn en það voru sjálf forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Þau fóru vítt og breitt um héraðið og er óhætt að fullyrða að þau hafi heillað heimamenn upp úr skónum og þeir eru margir sem minnast heimsóknarinnar með hlýhug.

Af þessu tilefni birtum við hér myndasyrpu til upprifjunar en það er nokkuð augljóst að hún Dorrit hafi stolið senunni í þessari heimsókn með hispurslausri framkomu. Það voru þáverandi samstarfsfélagar á Feyki, Páll Friðriksson og Guðný Jóhannesdóttir, sem tóku þessar skemmtilegu myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir