Afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem sigldu frá Sauðárkróki

Föstudaginn 8. september munu sjálfboðaliðar Icelandic Roots, auk félaga frá Norður-Ameríku, standa fyrir opinberri athöfn við Sauðárkrókskirkjugarð sem felst í afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada rétt eftir aldarmótin 1900 frá Sauðárkrókshöfn. Athöfnin hefst kl. 14:00.

Sjálfboðaliðar Icelandic Roots verða á ferð um Ísland nú í september til að fagna tíu ára afmæli félagsins ásamt liðsmönnum sínum sem búa á Íslandi. „Við munum heimsækja mikilvæga sögustaði, hitta aðra sem búa á Íslandi, tengjast nánar sem lið og gefa til baka til samfélags forfeðra okkar.

Við munum hafa fimm opinbera viðburði á Íslandi þar sem við munum „gefa til baka“. Á hverjum stað munum við gefa skjöld á íslensku og ensku, ýmsar plöntur og 500 USD styrk til samfélagsins til að nota fyrir önnur útgjöld í tengslum við verkefnið, segir í tilkynningu frá Icelandic Roots.

Allir eru velkomnir á þessa opinberu athöfn fólksflutningahafna og er fólk hvatt til að mæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir