Áhugi Vestur-Íslendinga á uppruna sínum hefur farið vaxandi

Guðrún Þorvaldsdóttir og Valgeir Þorvaldsson eru í opnuviðtali í 29. tölublaði Feykis sem kemur út á morgun. Mynd: KSE
Guðrún Þorvaldsdóttir og Valgeir Þorvaldsson eru í opnuviðtali í 29. tölublaði Feykis sem kemur út á morgun. Mynd: KSE

Hjónin Valgeir Þorvaldsson og Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir byrjuðu í ferðaþjónustu árið 1984, þá nýlega flutt að Vatni á Höfðaströnd. Upphaflega voru gisting í sumarhúsum heima á bænum og silungsveiði í Höfðavatni helstu þættir í starfseminnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú reka þau Vesturfarasetrið, gistingu fyrir tæplega 50 manns á Hofsósi og í Kolkuósi og Íslensku fánasaumastofuna, auk þess að búa með 150 kindur og 20 hross og stunda silungsveiði til sölu á veitingahúsum.

„Ég var búin að vinna mikið við smíðar hérna í þorpinu og hér voru öll þessi gömlu hús að grotna niður. Til að bjarga þeim varð að finna þeim einhver hlutverk. Á sama tíma lendi ég inn á ferðaþjónustufundi þar sem Evrópsk útflytjendasöfn eða stofnanir voru að segja frá starfsemi sinni. Mér lék forvitni á að vita hvernig Íslendingar gerðu þetta, en Íslendingar voru bara ekkert að gera þetta,“ segir Valgeir þegar hann er inntur eftir því hvernig hugmyndin að Vesturfarasetrinu hafi kviknað á sínum tíma.

Valgeir og Gunna á Vatni eru í opnuviðtali í 29. tölublaði Feykis, sem kemur út á morgun, og þar er m.a. spjallað við þau um starfsemi Vesturfarasetursins, ferðaþjónustuna og fleira sem þetta athafnafólk austan Vatna hefur tekið sér fyrir hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir