Allt að verða klárt fyrir atvinnulífssýninguna um helgina

„Ekki mikið mál að setja upp eina sýningu með góðri hjálp! Takk fyrir meistaraflokkar Tindastóls í knattspyrnu,“ segir á Facebook-síðu Skagafjarðar. MYND AF FB
„Ekki mikið mál að setja upp eina sýningu með góðri hjálp! Takk fyrir meistaraflokkar Tindastóls í knattspyrnu,“ segir á Facebook-síðu Skagafjarðar. MYND AF FB

Atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins opnar tíu í fyrramálið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en setningarathöfnin hefst kl. 11. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta mæta að sjálfsögðu á svæðið og full ástæða til að mæta og fagna liðinu okkar en þeir eru væntanlegir á svið kl. 16 á laugardag.

Skagfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að heimsækja sýninguna en hátt í 60 aðilar munu kynna starfsemi sína og rabba við gesti. Þá verður að sjálfsögðu hægt að nálgast veitingar og ýmis dagskrá verður á sviði á meðan á sýningunni stendur.

DAGSKRÁ Á SVIÐI Á MEÐAN Á SÝNINGU STENDUR

Laugardagur 20. maí

Kl. 11:00
Setning atvinnulífssýningar
Sveitarstjóri Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon setur sýninguna
Tónlist frá Tónlistarskóla Skagafjarðar
Undirritun um samkomulag um byggingu menningarhúss í Skagafirði – Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir
Sigvaldi Helgi Gunnarsson tónlistarmaður

Kl. 13:00
Farsæld barna
Fræðslusvið Skagafjarðar

Kl. 15:00
Solla stirða og Halla hrekkjusvín

Kl. 16:00
Íslandsmeistararnir okkar mæta á svið
– VIÐ ERUM TINDASTÓLL!

Sunnudagur 21. maí

Kl. 12:00
Íslenski fjárhundurinn, þjóðhundur Íslendinga
Íslenski fjárhundurinn Sómi sýnir kúnstir sínar

Kl. 15:00
Uppboð á málverki til styrktar Iðju dagþjónustu
Gestum sýningarinnar gefst tækifæri til þess að mála saman málverk sem boðið verður upp til styrktar Iðju dagþjónustu.

Á meðan á sýningu stendur gefst sýnendum tækifæri til þess að koma fram á sviði með hverskonar uppákomur. Það má því búast við mun fleiri uppákomum á sviði. Til dæmis munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kynna frumkvöðla sem hlotið hafa styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir