Alþjóðlegi Downs-dagurinn - Fögnum margbreytileikanum

Forseti Íslands sýnir samstöðu með margbreytileikanum. Mynd af Facebooksíðu Downs félagsins.
Forseti Íslands sýnir samstöðu með margbreytileikanum. Mynd af Facebooksíðu Downs félagsins.

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitningi í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.

Hér á landi hefur þróunin orðið sú að æ færri börn fæðast með Downs heilkenni þar sem fóstrum sem greinast með heilkennið hefur markvisst verið eytt og hefur það vakið upp áleitnar siðferðislegar spurningar um hvort þar sé um réttlætanlegt inngrip að ræða. Í gærkvöldi sýndi Ríkissjónvarpið þátt BBC2, Heimur án Downs-heilkennis? - "A World without Downs-´s Syndrome?,  þar sem leikkonan Sally Phillips fjallaði um siðfræðilegar spurningar tengdar skimun fyrir Downs-heilkenni. Í þættinum heimsækir hún meðal annars Ísland vegna hárrar tíðni skimana fyrir Downs-heilkenni hér á landi og fóstureyðinga í kjölfarið á því. 

Fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum í dag til að fagna og sýna samstöðu með margbreytileikanum.  Fólk er hvatt til að deila myndum á Instagram með merkinu #downsfelag og #downsdagurinn. Í veislu félagsins í Laugardal verður stór skjár þar sem myndirnar munu birtast. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir