Bjarkarkonur færðu Húnaþingi vestra bekk að gjöf

Félagskonur úr kvenfélaginu Björk við bekkinn góða. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA
Félagskonur úr kvenfélaginu Björk við bekkinn góða. MYND AF VEF HÚNAÞINGS VESTRA

Það segir frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að í gær, á degi kvenfélagskonunnar þann 1. febrúar 2023, færði kvenfélagið Björk á Hvammstanga sveitarfélaginu bekk að gjöf. Með bekknum vilja þær minnast látinna kvenfélagskvenna.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, veitti bekknum viðtöku fyrir hönd sveitarfélagsins og þakkaði kvenfélagskonum hjartanlega þessa höfðinglegu gjöf og þeirra ómetanlegu störf í þágu samfélagsins um áratuga skeið.

Heimild: Húnaþing vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir