Dansað í Sæluviku

Tekið á því í dansinum. Mynd:Birna Jónsdóttir
Tekið á því í dansinum. Mynd:Birna Jónsdóttir

Margir sakna þess að ekki skuli vera haldnir dansleikir í Sæluviku eins og tíðkaðist hér áður fyrr þegar dansinn dunaði alla vikuna. Að þessu sinni var þó haldið eitt ball, harmóníkuball sem félagsskapurinn Pilsaþytur stóð fyrir og bauð til sín góðum gestum í danshópnum Vefaranum. Hópurinn sýndi þjóðdansa og á eftir var stiginn dans við undirleik Aðalsteins Ísfjörð.

Ásta Ólöf Jónsdóttir, ein Pilsaþytskvenna, segir að henni hafi talist svo til að í húsinu hafi verið um 75 manns að gestum og Pilsaþytskonum meðtöldum.

„Ég vil geta þess að kvöldið fór fram úr björtustu vonum.  Þetta heppnaðist frábærlega.  Mjög margir gestir sáu ástæðu til að þakka sérstaklega fyrir sig og láta vita hve þeir hefðu skemmt sér vel og Vefararnir voru líka hæstánægðir með kvöldið og dönsuðu með okkur til enda,“ sagði Ásta í samtali við blaðamann.  

Meðfylgjandi myndir tóku Birna Jónsdóttir, Ásta Ólöf Jónsdóttir og Fríða Eyjólfsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir