Fallegur, góður og hátíðlegur dagur á Hvammstanga

Þétt setinn bekkurinn á vígslunni. Lengst til hægri er Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, þá Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sigurður Þór Ágústsson  skólastjóri. MYND AF VEF SKÓLANNA
Þétt setinn bekkurinn á vígslunni. Lengst til hægri er Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, þá Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri. MYND AF VEF SKÓLANNA

Síðastliðinn þriðjudag fór fram vígsla á nýbyggingu fyrir grunnskóla og tónlistarskóla Húnaþings vestra. Í frétt á vef skólanna segir að flutt voru stutt ávörp og að sjálfsögðu var skellt í tónlistaratriði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var viðstaddur athöfnina og talaði til nemenda og gaf sér svo tíma til að spjalla við þá og þá gafst nemendum tækifæri til að taka myndir af sér með forsetanum.

Fallegur, góður og hátíðlegur dagur enda tilefnið stórt. Sveitarstjórn færði skólunum hljóðkerfi að gjöf í tilefni dagsins og bauð upp á kaffiveitingar. Fjölmargir nýttu sér svo opið hús í kjölfarið og skoðuðu nýju bygginguna.

Á heimasíðu skólanna má sjá fjölda fínna mynda frá vígsludeginum >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir